Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 21

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 6. september, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Fundinn sat Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Geir Finnsson Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs.

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi foreldrafélaga, og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Helga Eiríkssyni er þakkað fyrir vandaða kynningu á starfi Frístundamiðstöðvarinnar í Miðbergi. Þar kom meðal annars fram að sú þverfaglega samvinna sem hefur átt sér stað hefur leitt til þess að mannauður er vel nýttur og er til fyrirmyndar hversu mikil aðkoma ungs fólks er að starfseminni. Fulltrúar íbúaráðsins fagna sérstaklega góðu gengi tilraunaverkefnisins ‘Betri borg fyrir börn’, sem verður hér eftir nýtt um alla borg. Störf frístundamiðstöðvarinnar virðast leiða gott af sér og eiga starfsmenn þar því gott hrós skilið.

    Helgi Eiríksson framkvæmdastjóri Miðbergs tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 7. júní 2021 við fyrirspurn fulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Breiðholts um aðstöðu frístundaheimila í Breiðholti, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins frá 3. maí 2021. 

    Helgi Eiríksson framkvæmdastjóri Miðbergs tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
    Frestað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:45

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0609.pdf