Íbúaráð Breiðholts
Ár 2021, fimmtudagur, 19. ágúst, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Geir Finnsson Jórunn Pála Jónadóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Erla Hrönn Geirsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júní, þar sem tilkynnt er að borgarstjórn hafi samþykkt að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í íbúaráði Breiðholts í stað Egils Þórs Jónssonar.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 19. ágúst 2021 um tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 ásamt bréfi umhverfis- og skipulagsviðs dags. 16. júní 2021 og 13. ágúst 2021 vegna auglýsingar tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 og framlengds athugasemdarfrests til 31. ágúst.
SamþykktÍbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar íbúaráðs Breiðholts þakka fyrir erindi íbúa sem kom inn á fundinn. Fulltrúar íbúaráðs Breiðholts taka undir áhyggjur íbúa er lúta að hámarkshæð húsa í Norður Mjódd og ítreka að tekið verði tillit til athugasemda ráðsins um viðmiðunarhæð bygginga í Norður Mjódd um að hafa hæðarmörk <5 hæðir. Sú hæð er í samræmi við nærliggjandi íbúðabyggð Bakka og Stekkja. Mun fyrirvarinn, sem fylgir í tillögunum um hækkun allt að tveggja hæða til viðbótar, halda sér óbreyttur þannig að hámarks hæð á svæðinu verði 7 hæðir.
Gunnhildur Karlsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. júní 2021 vegna auglýsingar tillögu að hverfisskipulagi í Neðra-Breiðholti, Seljahverfi og Efra-Breiðholti.
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi íbúasamtaka og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjulegt að Hverfisskipulag Breiðholts sé á lokametrunum eftir langt og ítarlegt samráðsferli og að til verði ný skipulagsáætlun fyrir gróið og gott hverfi. Breiðholtið verður sjálfbærra, vistvænna hverfi með bættri þjónustu, fjölgun íbúða og mun það einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum sínum. Mikil uppbygging er í vændum næstu áratugina og mikil áframhaldandi fjárfesting í innviðum sem vert verður að fylgjast með hvernig gott hverfi mun verða enn betra.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 19. ágúst 2021 um drög að lýðræðisstefnu ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í íbúaráði Breiðholts lýsa yfir ánægju sinni með stefnudrögin og hlakka til að sjá þessa metnaðarfullu stefnu komast í framkvæmd enda mikill samfélagslegur ávinningur að auka lýðræðislega virkni og þátttöku borgaranna.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 19. ágúst 2021 um tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.Fulltrúar Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í íbúaráði Breiðholts fagna vinnu stýrihópsins og þeim breytingum sem lagðar eru til enda um mikilvægan samráðsvettvang og upplýsingabrú grasrótar, íbúa, kjörinna fulltrúa við stjórnsýslu og starfsmenn borgarinnar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íbúa dags. 11 ágúst 2021 í hverfinu vegna umferðaröryggismála við Lóuhóla og Hólagarð.
Vísað til skipulags- og samgönguráðsÍbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar íbúum fyrir greinagott bréf og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram er varðar öryggi barna og annara vegfarenda sem eiga leið í gegnum Lóuhóla og Hólagarð. Vill íbúaráðið að skipulagsyfirvöld skoði þau sjónarmið sem fram komi í bréfinu og taki upp samtal við fasteigna – og lóðaeigendur Hólagarðs þannig að öryggi gangandi og hjólandi sé tryggt í hvívetna með viðeigandi ráðstöfunum. Óskar ráðið eftir að vera upplýst um framvindu málsins og minnir á að upphaf skólastarfs borgarinnar er í næstu viku og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Breiðholts haustið 2021.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
- Kl. 18:13 víkur Ágústa Ýr Þorbergsdóttir af fundi.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna umsókna í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Seljagarður/Útihátíð Seljagarðs, uppskeruhátíð 2020.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
Samþykkt að veita Seljagarði styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Uppskeruhátíð Seljagarðs 2021.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:47
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_1908.pdf