Íbúaráð Breiðholts
Ár 2019, mánudagur 2. desember 2019, var haldinn 2. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Gerðubergi og hófst kl. 16.37. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Egill Þór Jónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Ólafur Gylfason. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson, sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru þrettán.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf um val á slembivöldum aðalfulltrúa í íbúaráð Breiðholts. Aðalfulltrúi slembivalinna er Guðrún Þórdís Axelsdóttir.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóps íbúaráðs Breiðholts.
Frestað -
Fram fer kynning á verkefninu Betri borg fyrir börn sem miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir góða og ítarlega kynningu á Betri borg fyrir börn.
Óskar Dýrmundur Ólafsson frá þjónustumiðstöð Breiðholts tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um samstarf íbúaráðs Breiðholts og ungmennaráð Breiðholts.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir gagnlega kynningu á starfsemi ungmennaráða. Fulltrúar ungmennaráðsins komu með góðar athugasemdir á borð við að vilja að rödd þeirra heyrist betur og að tekið sé mark á þeim, að hálkuvarnir í kringum skólanna verði bættar, að víða í hverfinu vanti ruslatunnur (og alls ekki verra ef þær væru flokkunartunnur), að ánægja sé með símabann í skólum en að hugsa megi það betur til lengdar og tryggja að nemendur fái nægilega afþreyingu og að tölvubúnað mætti bæta til muna, með aukinni þjónustu. Íbúðaráðið hlakkar til að eiga samtal og fá sýn ungmennaráðsins um allt það sem brennur á ungu fólki í Breiðholti á komandi misserum.
Fulltrúar frá ungmennaráði Breiðholts taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. nóvember þar sem veitt er yfirlit yfir sjóði sem íbúum og félagasamtökum gefst kostur á að sækja um styrki í.
-
Fram fer umræða um umsögn ráðsins um hugmyndir Strætó bs. að breytingum á leiðakerfi.
Frestað. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.
Samþykkt að veita verkefninu Manitaa House styrk að upphæð kr. 210.000,- vegna matar- og efniskostnaðar.
Samþykkt að veita verkefni um frágang á húsnæði við Arnarbakka 2 styrk að upphæð kr. 200.000,-
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 125.000,- vegna árgangastarfs 2019.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna jólaföndurs 2019.Afgreiðslu annarra umsókna frestað.
Fylgigögn
-
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað liggur fyrir um áform Haga um uppbyggingu á reit við Garðheima? Ráðið óskar eftir kynningu frá umhverfis- skipulagssviði um málið á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið klukkan 19:48
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0212.pdf