Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 18

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 7. júní, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir og Geir Finnsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Jón Hjaltalín Magnússon, Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Erla Hrönn Geirsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Fram fer kynning á Sendiherraverkefninu – tenging erlendra innflytjenda við samfélagið í Breiðholti. 

    Jasmina Vajzovic Crnac tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagsviðs við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka um Garðheimareit sbr. 11. liður fundargerðar ráðsins frá 3. maí 2021.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
    Samþykkt að veita Ólafi Gylfasyni styrk í formi inneignar hjá Ræktunarstöð Reykjavíkur fyrir trjám að upphæð kr. 100.000-, vegna verkefnisins hreinsunar- og gróðursetningaátak sem skal útfæra í samráði umhverfis- og skipulagssvið. 
     
    Samþykkt að veita Amöndu Tyahur styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Mural. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:45

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0706.pdf