Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 17

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 3. maí, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þórunn Hilda Jónasdóttir, Jón Hjaltalín Magnússon, Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lögð fram drög að tillögum íbúaráðs Breiðholts vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar.
    Samþykkt.
    Formanni falið að leiða vinnu við jafnréttiskimun tillagna og skila fyrir tilskilinn frest. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts leggur til að farið verði í langtíma áætlunargerð með það markmið að kortleggja ástand stíga innan hverfisins, samskonar og unnin er varðandi endurnýjun gatna. Stígarnir eru margir hverjir yfir 30 ára gamlir og því komnir til ára sinna. Endurgera stíga á markvissan og sýnilegan hátt fyrir borgarbúa. Víða eru fjölfarnir stígar innan lóðarmarka fjöleignarhúsa og einkalóða en eigendur þeirra kalla eftir leiðbeiningum um hvernig best sé að bera sig að við endurbætur á þeim og óskar íbúaráðið eftir leiðbeiningum af hendi skipulagsyfirvalda.

    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggur fram svohljóðandi bók: 

    Úrbætur á Seljaskóla hafa staðið til í fjölda ára. Þar ber að nefna færanlega kennslustofu sem nýtt hefur verið sem smíðastofa og fleira sem er komin talsvert til ára sinna og stóð til að sameina við aðalbygginguskólans. Eru þessar úrbætur nú ekki í áætlun eftir að farið var í viðgerðir vegna brunaskemmda við skólann. Óska fulltrúar Íbúasamtakana og foreldrafélaganna eftir að gætt sé að því að þetta verkefni glatist ekki í áætlanagerð. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2021 – auglýsing vegna skipulagslýsingar fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar.

    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Íbúasamtakana betra Breiðholt og fulltrúi foreldrasamtakanna óskar eftir að farið sé í umhverfismat fyrir framkvæmd vegtengingar við Arnarnesveg. Þær hugmyndir og upphaf framkvæmdar eru nú á þriðja stigi. En umhverfismat fór síðast fram árið 2006. Aðstæður bæði í umhverfi og umferð hafa síðan þá þróast töluvert og því ástæða til að vinna umhverfismat miðað við núverandi stöðu. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um vor- og vetrarþjónustu í borgarhlutanum og yfirferð með borgarvefsjá. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarvefsjá heldur utan um mikilvægar upplýsingar fyrir borgarbúa en leit að þeim getur verið langsótt. Vill íbúaráðið leggja til búin verði örmyndbönd fyrir borgabúa um hvernig hægt sé að afla sér upplýsinga upp úr borgarvefsjánni og kynni betur fyrir borgarbúum hvaða upplýsingar borgarvefsjáin býr yfir.

    Fulltrúi foreldrafélaga leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi foreldra hvetur til að stígar sem fara í gegnum Seljadal, sem liggja frá Seljaskóla og Ölduselsskóla séu í sama forgangsflokki. Ef ekki er hægt að verða við því er óskað eftir rökstuðningi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Breiðholts hvetur til að forgangsröðun Borgarlínu verði endurskoðuð og að Breiðholtið verið fært framar á forgangslista. Breiðholt er stærsta úthverfi Reykjavíkur og í dag er Mjódd mikilvægur áfangastaður í leiðakerfinu og miðstöð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt núverandi tillögu um uppbyggingu Borgarlínunnar er Mjóddin ekki á dagskrá fyrr en árið 2029. Til þess að tryggja bættar samgöngur fyrir Breiðholtið er mikilvægt að setja Breiðholtið framar í uppbyggingu Borgarlínunnar, óskað er að forgangsröðunin sé tekin til endurskoðunar. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
    Samþykkt að veita Eiríki Sævaldssyni og Púttklúbbnum styrk að upphæð kr. 80.000-, vegna verkefnisins Skyndihjálp eldri borgara. 
    Samþykkt að veita Sigríði Agnesi Jónsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Gleði og gaman fyrir leik.
    Samþykkt að veita Hildi Gunnarsdóttur styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Neðra Breiðholt – sterkt sameinað samfélag. Úr sumarborg.
    Samþykkt að veita Skáksambandi Íslands styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Mjóddarmótið.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    Samþykkt að veita Knattspyrnudeild ÍR styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Fjölskylduhátíð KND ÍR á 17. júní.
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Pop up leikvöllur.
    Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Fuglabjargi styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins 17. júní 2021.
    Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Leikni styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins 17. júní 2021.
    Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Hólabrekkuskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins 17. júní hverfishátíð í 111 Reykjavík.
    Samþykkt að veita Foreldrafélaginu Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins 17. júní Bakkatúni.
    Samþykkt að veita Meistaraflokki kvenna í handbolta styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins 17. júní á Bakkatúni.
    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill.
    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 250.000-, vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning.
    Samþykkt að veita Margréti A. Markúsdóttur styrk að upphæð kr. 180.000-, vegna verkefnisins Pop-Yp Yoga Reykjavík í Breiðholti.
    Samþykkt að veita Barna og unglingaráði KND ÍR styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Sumarhátíð barna og unglingaráðs.
    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ styrk að upphæð kr. 151.900-, vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni.
    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð.  

    Öðrum umsóknum hafnað eða frestað. 

    -    18.24 Ágústa Þorbergsdóttir víkur af fundi
    -    18.27 Ágústa Þorbergsdóttir tekur sæti á fundi að nýju með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  8. Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Íbúasamtakana betra Breiðholt óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi þróun á Garðheimareit. En í október 2020 birtist grein í fjölmiðlum um að Hagar leitist eftir að reisa þar 720 íbúðir og 3500 fermetra verslunar og þjónustuhúsnæði. Hefur síðan lítið heyrst af þessum áformum og óskar fulltrúi eftir upplýsingum um stöðu mála. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  9. Fulltrúi foreldrafélaga leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Aðbúnaður frístundaheimila er ansi misjafn eftir skólum. Fulltrúi foreldrafélaga Breiðholts óskar eftir upplýsingum um stefnu borgarinnar varðandi aðstöðu frístundaheimila og hvort það séu áætlanir um að bæta aðstöðu. Einnig hafa verið uppi raddir um að frístundaheimilin yrðu flutt að einhverju leyti inn í skóla, óskað er eftir frekari upplýsingum varðandi flutning frístundaheimila.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið klukkan 20:07

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0305.pdf