Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 16

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, miðvikudagur, 15. apríl, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Anna Sif Jónsdóttir, Alda Líf Guðmundsdóttir, Egill Þór Jónsson, Geir Finnsson og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Fundinn sátu einnig Sara Björg Sigurðardóttir, Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fyrirkomulagi uppstillingar kjörseðils fyrir Hverfið mitt og opnað fyrir rafræna uppstillingu á vefnum betrireykjavik.is.

  2. Fram fer yfirferð verkefnastjóra Hverfið mitt í Breiðholti á hugmyndum sem íbúar hafa úr að velja við rafræna uppstillingu. 

  3. Lokað fyrir rafræna uppstillingu kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Breiðholti og niðurstöður kynntar. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:05

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_1504.pdf