Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 15

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 1. mars, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.35. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir og Geir Finnsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á tillögu um aðgerðir til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku.
    Frestað.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts III, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021, vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.  

    -    kl. 16.40 tekur Jón Hjaltalín Magnússon sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 3. febrúar 2021 vegna Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 3. febrúar 2021 vegna Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stefna um íbúðarbyggð.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  8. Fram fer umræða og samtal við foreldrafélög í grunnskólum Breiðholts um málefni þeirra. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir samtalið við fulltrúa foreldrafélaga í grunnskólum hverfisins. Ánægjulegt er að sjá hvað samstarf félaganna í skólunum er fjölbreytt og markvisst. Umræður voru góðar og gefandi og ber meðal annars að nefna mikilvægi löggæslu og sýnilegra eftirlits innan hverfisins sem er vert að kanna betur til að tryggja öryggi. Á tímum COVID-19 hefur lífið verið heldur óvenjulegt en þó hefur vel gengið að finna lausnir jafnóðum sem koma sér vel fyrir börn og foreldra hverfisins en þegar fleiri ganga um hverfið er ljóst að brýna verði fyrir íbúum að ganga betur um hverfið. Lögð er áhersla á að samstarf á milli foreldrafélaga hafi skilað heilmiklum ávinningi og er það mikið fagnaðarefni.

    Guðmundur Daðason, Anna Sif Jónsdóttir  og Soffía Pálsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.  

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:07

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0103.pdf