Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 14

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 1. febrúar, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.39. Fundinn sat Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Geir Finnsson, Jón Hjaltalín Magnússon, Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Alda Líf Guðmundardóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf dags. 1. febrúar 2021 vegna slembivals í íbúaráð Breiðholts. Alda Líf Guðmundardóttir tekur sæti aðalmanns slembivalinna í íbúaráði Breiðholts í stað Guðrúnar Þórdísar Axelsdóttur. 

  2. Fram fer kynning á tómstundastarfi í Breiðholti og samtal forsvarsmanna tómstundastarfs við íbúaráð Breiðholts. 

    Edda Borg, Júlíana Indriðadóttir, Guðjón Hafsteinn Kristinsson, Ellen Harpa Kristinsdóttir, Steinunn Þorbergsdóttir, Pétur Ragnhildarson, Ásta Bjarney Elíasdóttir og Maria Sastre tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Breiðholts dags. 1. febrúar 2021 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags og samgönguráðs dags. 22. desember 2020 – Elliðaárdalur. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts III, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður. 

    a) Íþróttafélag Reykjavíkur/Myndlist í ÍR heimilinu. 
    b) Viðsnúningur/Trérennismiðir - Viðsnúningur

Fundi slitið klukkan 17:54

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0102.pdf