Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 13

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2021, mánudagur, 4. janúar, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Egill Þór Jónsson, Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Erla Hrönn Geirsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Þráinn Hafsteinsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram tilnefningar foreldrafélaga í hverfinu dags. 2. desember 2020 um fulltrúa. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir tekur sæti aðalmanns í íbúaráði Breiðholts í stað Ólafs Gylfasonar og Anna Sif Jónsdóttir tekur sæti varamanns í íbúaráði Breiðholts í stað Hólmfríðar Birnu Guðmundsdóttur.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning og samtal um málefni íþróttafélaga í Breiðholti. 

    Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir góða og upplýsandi umræðu um stöðu íþróttastarfsins í hverfinu. Gott er að stilla saman strengi og fá stöðu mála á hreint, sem er skiljanlega meira krefjandi nú en áður. Sú staða skilar sér meðal annars í því að áhugi fyrir íþróttastarfi kann að minnka töluvert, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir ýmsa hópa, ekki síst ungt fólk í hverfinu. Þess vegna er frábært að þrátt fyrir allt megi heyra að bjartsýni ríkir um árið sem nú er gengið í garð af hálfu íþróttafélaganna. Því er mikilvægt að við tökum saman höndum og á þeim nótum fögnum við öllum þeim athugasemdum sem komið hafa fram, á borð við að gera meira til að kynna frístundastyrkinn og fleira í þágu barna og ungmenna í hverfinu.

    Ísleifur Gissurarson, Guðný Sævinsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:45

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0401.pdf