No translated content text
Íbúaráð Breiðholts
Ár 2020, mánudagur, 5. október 2020, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17.35. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Egill Þór Jónsson, Jóhanna, Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason og Guðrún Axelsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð, Þráinn Hafsteinsson og Óskar Dýrmundur Ólafsson sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á íþrótta- og tómstundamálum í Breiðholti.
Frestað. -
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september vegna auglýsingar á tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Sérstök búsetuúrræði – Heimildir innan landnotkunarsvæða.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september vegna auglýsingar á tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Stefna um íbúðarbyggð. Nýir reitir fyrir íbúðarbyggð og hverfiskjarnar.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustumiðstöðvar Breiðholts dags. 9 september 2020 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um fyrirkomulag frístundaverkefnis í Breiðholti, sbr. 12. lið fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 7. september 2020.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020 vegna breytinga á reglum um úthlutun í hverfissjóð Reykjavíkurborgar.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
Frestað. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr.100.000,- vegna verkefnisins Æfingahljóðver fyrir unga tónhöfunda með því skilyrði að verkefnið verði kynnt sérstaklega í Breiðholti.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr.100.000,- vegna verkefnisins Halloween hátíð við Breiðholtsskóla.Afgreiðslu annarra umsókna frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. september 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir borgarhlutann.
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að vinna málið áfram og skila athugasemdum fyrir tilskilinn frest þann 14. október. Nái ráðið ekki saman um sameiginlega umsögn áskilja einstakir fulltrúar sér rétt til að skila eigin umsögn.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:57
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_breidholts_0510.pdf