No translated content text
Íbúaráð Breiðholts
Ár 2019, miðvikudaginn 13. nóvember, var haldinn 1. fundur íbúaráð Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi, Lágholti og hófst klukkan 16:35. Viðstödd voru Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson, Jóhann Dýrunn Jónsdóttir, Ólafur Gylfason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar, að Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson og Egill Þór Jónsson taki sæti í íbúaráði Breiðholts og að Þórarinn Alvar Þórarinsson, Þórunn Hilda Jónsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Sara Björg Sigurðardóttir verði formaður ráðsins.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 23. september og foreldrafélaga dags. 26. september. Fyrir hönd íbúasamtaka er Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir aðalmaður og varamaður er Kristján Þór Árnason. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Ólafur Gylfason og varamaður er Arna Bech.
Fylgigögn
-
Fram fer kosning varaformanns og samþykkt að Geir Finnsson verði varaformaður ráðsins.
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.
- Kl: 16.43 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl 2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar hagsmunaaðila hverfisins í bakhóp íbúaráðsins.
Ákveðið var að fulltrúar ráðsins skili inn nöfnum hagsmunaaðila til starfsmanns íbúaráða fyrir næsta fund.
-
Fram fer umræða um hugmyndir að breyttu leiðakerfi Strætó og áhrif þeirra á hverfið.
Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Breiðholts þakkar fyrir góða kynningu á hugmyndum að breytingu á leiðarkerfi Strætó í Breiðholti. Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála og brýnir ráðið mikilvægi þess að tekið verði tillit til samgangna um megin þjónustustoðir í hverfinu, s.s. íþróttamannvirki, menningarhúsa og þjónustumiðstöðvar. Fulltrúar ráðsins áskilja sér tíma til að kynna sér áætlanir og hugmyndir betur fram að næsta fundi.
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. ágúst, um að á fundi mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins, var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.
Lögð fram svohljóðandi umsögn íbúaráðs Breiðholts:
Íbúaráð Breiðholts er ánægt með þær breytingar sem koma fram í úthlutunarreglum Hverfissjóðs borgarinnar og þeirri viðleitni borgarinnar að reyna stuðla að sem fjölbreyttustu nýtingu styrktarfjársins innan hverfanna. Vonandi verður það hvatning fyrir íbúa borgarinnar sækja um styrki til að auðga nærsamfélagið sitt með margvíslegum verkefnum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:50
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
fg_13.11.2019.pdf