No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2020, miðvikudaginn 13. október, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á deiliskipulagshugmyndum vegna lóðar undir höfuðstöðvar Skáta í Hádegismóum.
- 16:32. Hrönn Vilhjálmsdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Kristinn Ólafsson tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. september 2020 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir borgarhlutann.
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram sameiginlega umsögn.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 þar sem komið er á framfæri auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – sérstök búsetuúrræði – heimildir innan landnotkunarsvæða.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 þar sem komið er á framfæri auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Stefna um íbúðarbyggð – Nýir reitir fyrir íbúðarbyggð og hverfiskjarna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 14. september 2020 vegna breytinga á reglum um úthlutun úr hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 350.00,- vegna verkefnisins Æfingastúdíó fyrir ungt tónlistarfólk.Fylgigögn
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn um breytingu á verkefni vegna Sumarborgar 2020 – hverfin.
Samþykkt að heimila aðstandendum verkefnisins Nágrannadagur Norðlinga að gera breytingar á verkefni til að bregðast við breyttum aðstæðum í ljósi Covid-19.
Fundi slitið klukkan 18:00
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1310.pdf