Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 8

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2020, miðvikudaginn 13. maí, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.30. Fundinn sat Þorkell Heiðarsson og Ásta Katrín Hannesdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    -    Kl. 16.31. Eve Alice Lucienne Leplat tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og samstarf við íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts.

    Íbúaráð Árbæjar og Grafarholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð þakkar Sólveigu Ingibjörgu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts fyrir kynningu hennar, þar koma fram mjög áhugaverðar upplýsingar um íbúasamsetningu hverfisins og þær áskoranir sem eru framundan í þjónustu við íbúa. Íbúaráð leggur áherslu á mikilvægi þjónustumiðstöðvarinnar í hverfinu og því grundvallarhlutverki sem miðstöðin gegnir þar. Íbúaráð hefur átt mjög gott samstarf við starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar og leggur áherslu á að það samstarf byggist upp enn frekar.

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. september 2020 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir borgarhlutann.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts ódags. með ábendingum ráðsins vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík.  

    Afgreiðslu annarra umsókna frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:00

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_0809.pdf