Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 7

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2020, föstudaginn 12. júní, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Hraunbæ 119 og hófst kl. 11.37. Fundinn sat Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 - hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Borgarbókasafninu í Árbæ styrk að upphæð kr. 80.000,- vegna verkefnisins Samsöngur.

    Samþykkt að veita Félagsmiðstöðinni Tíunni styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Á til Æ.

    Samþykkt að veita verkefninu Nágrannadagur Norðlinga styrk að upphæð kr. 400.000,-.

    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Pop up leikvöllur.

    Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 650.000,- vegna verkefnisins Fylkisbíó.

    Samþykkt að veita Árseli og GG-sport styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnisins Bátafjör á Rauðavatni.

    Samþykkt að veita verkefninu Á torginu styrk að upphæð kr. 200.000,-.

    Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Garðpartý og tónlistarveisla fyrir eldri borgara í Árbæ.

    Samþykkt að veita Árseli styrk að upphæð kr. 120.000,- vegna verkefnisins Risa útileikföng á Árbæjartorgi.

    Samþykkt að veita Árseli styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Tónleikar í Árbæjarsundlaug.

    Samþykkt að veita Árseli styrk að upphæð kr. 30.000,- vegna verkefnisins Útieldun í Björnslundi.

    Samþykkt að veita verkefninu Árbæjarveggur styrk að upphæð kr. 80.000,-.

    Samþykkt að veita Dans Brynju Péturs styrk að upphæð kr. 120.000,- vegna verkefnisins Dansandi sumar í Reykjavík.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    11.53 Elvar Örn Þórisson tekur sæti á fundinum.

    12.20 Björn Gíslason víkur af fundi.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.

  3. Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Formanni í nánu samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og senda ábendingar tengdar fjárfestingar- og viðhaldsáætlun til þar til bærra aðila innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar fyrir lok júní.  

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 12:39

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1206.pdf