Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 5

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2020, miðvikudaginn 13. maí, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.47. Fundinn sat Þorkell Heiðarsson og Ásta Katrín Hannesdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hjördís Björg Kristinsdóttir, Elvar Örn Þórisson og Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. mars 2020 vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdals og bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. apríl 2020 þar sem tilkynnt er um framlengingu á fresti til að skila inn athugasemdum vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal til 18. maí.
    Ráðið ákveður að funda óformlega um málið og gera tilraun til að ná saman um sameiginlegar athugasemdir og skilað fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí 2020 vegna skipulagslýsingar fyrir Rauðhóla. 
    Ráðið ákveður að funda óformlega um málið og gera tilraun til að ná saman um sameiginlegar athugasemdir og skilað fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um þjónustu strætó í hverfinu. 

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Formanni íbúaráðs er falið að gera uppkast að bréfi til stjórnar Strætó BS þar sem ítrekuð er nauðsyn góðra tenginga almenningssamgangna á milli þjónustukjarna hverfisins til frambúðar.

    -    17.33 Eve Alice Leplat tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  6. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags. 18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf íbúaráðs Árbæjar og Norðlingsholts ódags. til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar með athugasemdum vegna skipulags- og matslýsingar vegna gerðar nýs deiliskipulags við Hádegismóa.

  9. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts.

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  12. Lagt fram yfirlit umsókna í hverfissjóð í Árbæ og Norðlingaholti 2019 sent íbúaráðum 5. febrúar 2020. Þessi liður fundarins er lokaður.

  13. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Umsókn hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:25

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1305.pdf