No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2020, þriðjudaginn 11. febrúar, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Ártúnsskóla og hófst kl. 16.34. Fundinn sátu Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir. Aðrir gestir voru sjö.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skólastarfi í Ártúnsskóla.
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts þakkar skólastjórnendum Ártúnsskóla fyrir góðar móttökur og kynningu á starfsemi skólans. Það er mikilvægt að haldið verði áfram með vinnu við endurbætur á húsnæði skólans eftir að mygla fannst þar.
Ellen Gísladóttir og Guðrún Bára Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar 2020 við fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka, Elvars Arnar Þórissonar um umhirðu og losun grenndargáma sbr. 6. lið fundargerðar íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 14. janúar 2020.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf um val á slembivöldum varamanni í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholti. Slembivalinn varamaður í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts er Elín Sigríður Erlingsdóttir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. janúar 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulag fyrir Tunguháls nr.5.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hverfið mitt og aðkomu íbúaráða.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn hafnað- 17.56 Hrönn Vilhjálmsdóttir víkur af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:58
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1102.pdf