Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 42

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2024, þriðjudaginn 12. mars var haldinn 42. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo, Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sat einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, vegna verkhönnunar verkefna í Hverfið mitt – Árbær. MSS22020075 

    Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16.37 tekur Björn Gíslason sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 12. mars 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingu á hámarkshraða, ásamt fylgiskjölum. USK23010018
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
    Samþykkt að fela formanni að tilnefna fulltrúa fyrir hönd íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts í samráði við aðra íbúaráðsfulltrúa.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Fram fer umræða um umgengni og losun grenndargáma í Árbæ. MSS24030076

  7. Fram fer umræða um umgengni og losun grenndargáma í Árbæ. MSS24030076

Fundi slitið kl. 17.46

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Björn Gíslason Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 12. mars 2024