Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 39

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2023, þriðjudaginn 19. desember var haldinn 39. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.23. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Vera Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholti tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.  

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts um úrbætur í aðstöðumálum Fylkis:

    Brýnt er að ráðist verði í úrbætur á aðstöðumálum íþróttafélagsins Fylkis. Starfsemi félagsins er ekki aðeins nauðsynlegur þáttur samfélagsins í Árbæ, heldur lýðheilsumál sem hefur áhrif á efnahag og samfélag borgarinnar til lengri tíma. Í því sambandi leggur íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts áherslu á þrjá meginþætti. 1. Fylkir þarf að eignast félagsaðstöðuhús sem fellur vel að þörfum félagsins sem einnig gæti samnýst sem menningarhús. 2. Með samkomulagi Reykjavíkurborgar og Fylkis frá 2017, gaf Fylkir eftir afnot af svokölluðum Hraunbæjarlóðum með ákveðnum skilyrðum. Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts telur brýnt að Fylkir og Reykjavíkurborg hefji þegar formlegt samtal um stöðu samningsins og með hvaða hætti ljúka beri uppgjöri hans. 3. Í Fylkisseli í Norðlingaholti er starfsemi fimleika-, karate- og rafíþróttadeildar auk vaxandi íþróttastarfs eldra fólks í Árbæ.  Viðræður og undirbúningur um stækkun Fylkissels hafa verið í gangi í tvö ár en niðurstaða liggur ekki fyrir. Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts telur mikilvægt að leggja fram raunhæfa áætlun um áframhald verkefnisins þannig að ljúka megi því sem fyrst. Óskar íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts eftir að borgarráð taki framangreind mál til skoðunar á viðeigandi vettvangi. MSS23120115

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13.34

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 19. desember 2023