Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 38

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2023, þriðjudaginn 12. desember var haldinn 38. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Fylkisheimilinu og hófst kl. 12.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Lina Marcela Giraldo, Vera Sveinbjörnsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Fylkis. MSS23120030
    Samþykkt að fela formanni og fulltrúa íbúasamtaka að undirbúa gerð ályktunartillögu sem lögð verði fram á næsta ráðsins. 

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í kjölfar heimsóknar ráðsins til Fylkis þykir ráðinu ljóst að nauðsynlegt sé að vinna hratt að umbótum ýmissa mála sem varða hagsmuni félagsins og hverfisins. Lögð voru fram drög að ályktunartillögu ráðsins varðandi þessi mál sem ákveðið var að vinna frekar og leggja fram á næst fundi. 

    Hörður Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl.12.02 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl.12.29 tekur Trausti Jónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags 22. nóvember. október 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023, um opið samráð um stafræna stefnu. ÞON23010021

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 13.23

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 12. desember 2023