Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 36

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2023, þriðjudaginn 10. október var haldinn 36. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Selásskóla og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Lina Marcela Giraldo, Vera Sveinbjörnsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um skólasamfélag Selásskóla. MSS22090034

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum skólastjóra- og aðstoðarskólastjóra Selásskóla fyrir mjög áhugaverða kynningu á afar góðu skólastarfi. Ráðið telur mikilvægt að sú staða sem nú er uppi, þar sem leikskólinn Árborg er innan skólans, verði leyst sem allra fyrst. Þessi aðstaða er afar íþyngjandi fyrir alla aðila, sem því miður virðist ætla standa mun lengur en til stóð í upphafi. Afar mikilvægt er að unnið verði að farsælli leið til að tryggja hagsmuni nemenda við flutning frá skóla sem hýsir 1. til 7. bekk yfir á unglingastig í öðrum skóla. Í dag er þar ófyrirséð flækjustig sem snýr að fjölda kosta framhaldslausna og  takmarkaðs frelsis nemenda til að hafa áhrif á hvar þeir stunda nám. Þannig til dæmis takmarkast kostir þeirra til að fylgja sínum bekkjarfélögum áfram í námi.

    Rósa Harðardóttir og Margrét Rós Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 27. september 2023, vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Hálsahverfi - Grjótháls 7-11. USK23060302

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18.27

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Elvar Örn Þórisson

Vera Sveinbjörnsdóttir Lina Marcela Giraldo

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Árbæjar og Norðlingaholts frá 10. október 2023