Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2023, þriðjudagurinn, 9. maí, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.49. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram slembival í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts, Lina Marcela Giraldo tekur sæti í ráðinu sem slembivalinn fulltrúi og Elfa Björk Eiríksdóttir tekur sæti slembivalins varafulltrúa. MSS22080029
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Lina Marcela Giraldo er boðin velkomin og við hlökkum til samstarfsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum og jafnréttisskimun fyrir 31. maí nk.Fylgigögn
- Bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu - Aðkoma íbúaráða að fjárfestinga og viðhaldsáætlunum
- Fylgiskjal - Fjárfestingaáætlun 2023-2027
- Fylgiskjal - Framkvæmdir og viðhald í hverfinu
- Fylgiskjal - Eyðublað fyrir tillögugerð íbúaráða
- Fylgiskjal - Eyðublað fyrir jafnréttisskimun
- Fylgiskjal - Leiðbeiningar fyrir jafnréttisskimun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
- Fylgiskjal - Malbiksáætlun
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um málefni ungmenna í hverfinu. MSS22090034
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts vill stuðla að því að í hverfinu skapist ekki óæskileg hópamyndun ungmenna í ár eins og hefur verið að gerast í nokkrum hverfum. Ráðið mun stuðla að samtali og samvinnu þeirra aðila sem málinu tengjast innan hverfisins í því skyni að draga úr hættunni á slíku ástandi. Ráðið óskar eftir að Trausti Jónsson hjá Austurmiðstöð samræmi aðgerðir í samráði við ráðið.
-
Fram fer kosningar varaformanns í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts. MSS22080242
Samþykkt að Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir verði varaformaður ráðsins.Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram greinargerð Tónlistarfélags Árbæjar, dags. 27. apríl 2023, vegna verkefnisins Stíflan 2022 - Útitónleikar í Elliðaárdal. MSS22040019
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Samþykkt að veita Íbúasamtök Árbæjar, Ártúnsholts og Selássstyrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins 17. júní hátíð.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Árbæjarskóla styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Hausthátíð við Árbæjarskóla.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Tónlistarhátíðin Stíflan 2023.Öðrum umsóknum hafnað.
Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:50
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Elvar Örn Þórisson Vera Sveinbjörnsdóttir
Lina Marcela Giraldo
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 9. maí 2023