No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2023, þriðjudagurinn, 10. janúar, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.38. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 vegna breytinga á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019
Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts telur að breyting á úthlutunarreglum Hverfissjóðs sé til þess fallin að draga úr möguleikum íbúa við að fá styrki í sjálfsprottin verkefni. Sérstaklega á þetta við um verkefni smærri aðila og minni verkefni innan hverfisins. Einnig er tímaramminn sem settur er í breytingunum óheppilegur og reynslan er sú að á milli þessara tímabila berist stór hluti umsókna að jafnaði. Þess má að lokum geta að þessar breytingar koma í veg fyrir að hægt sé að styrkja viðburði sem eiga sér stað stað fyrir miðjan maí, þ.m.t. sumardaginn fyrsta sem haldinn hefur verið hátíðlegur í Árbænum um árabil. Í því ljósi hlýtur að verða að skoða breytt fundarskipulag í kringum úthlutunardagsetningar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks telur skjóta skökku við að skera niður í hverfissjóði. Á liðnu kjörtímabili 2018-2022 voru umsvif íbúaráðanna (áður hverfisráð) aukin og við þær breytingar jókst kostnaður Reykjavíkurborgar vegna starfsemi þeirra. Breytingin var meðal annars rökstudd þannig að möguleikar íbúaráðanna til þess að hafa áhrif yrðu auknir með því að veita ráðunum aukin ákvörðunarvöld um útdeilingu fjármagns í fjárfestingar og viðburða í hverfunum. Að þessu leitinu er botninn dottinn úr framangreindum breytingum á stjórnskipun íbúaráðanna. Niðurstaðan er því dýrari íbúaráð með ekki svo miklu meira fjármagn úr að moða til þess að hafa bein áhrif í hverfunum. Standi Reykjavíkurborg frammi fyrir áskorunum í rekstri hefði fulltrúinn fremur vilja mæta þeim með því að skera niður í rekstri íbúaráðanna sjálfra en ekki í fjármagni sem ætlað er hverfunum.
- kl. 16:45 tekur Jórunn Pála Jónasdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun til skipulagsfulltrúa og Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 13. desember 2022. MSS22120073
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa íbúasamtaka og fulltrúa foreldrafélaga gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um innviði fyrir viðburðarhald í Árbæ og Norðlingaholti. MSS22090034
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts – vor 2023. MSS22080127
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18.07
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Jórunn Pála Jónasdóttir Elvar Örn Þórisson
Vera Sveinbjörnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 10. janúar