Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2020, þriðjudaginn 14. janúar, var haldinn 3. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var opinn, haldinn í Norðlingaskóla og hófst kl. 16.08 Fundinn sátu Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir. Aðrir gestir voru fimm.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Norðlingaskóla.
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Þökkum Aðalbjörgu Ingadóttur og Helga Rafni Jósteinssyni fyrir kynningu á starfinu í Norðlingaskóla. Það er ljóst að skólinn er vinsæll og áhyggjuefni að jafnvægi hefur ekki náðst hvað varðar fjölgun nemenda og aðstöðu í skólahúsnæðinu. Mikilvægt er að fá nýjar spár um fjölda nemenda á næstu árum sérstaklega með tilliti til nýbygginga í hverfinu.
Aðalbjörg Ingadóttir og Helgi Rafn Jósteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið
-
Fram fer kynning á hverfisskipulagi Árbæjar og næstu skrefum í framkvæmd þess.
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts þakkar Ævari fyrir góða kynningu á stöðu hverfisskipulagsins sem nú hefur öðlast gildi í Árbænum.
Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
Listi lagður fram og samþykktur.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hverfið mitt og aðkomu íbúaráða.
FrestaðFylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa íbúasamtaka Elvars Arnar Þórissonar:
Óskað er upplýsinga frá Reykjavíkurborg um umhirðu grenndargáma og losun þeirra í ljósi þess að þessu er ábótavant.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts:
Spurt er um stöðu á fyrirhugaðri verslun Krónunnar í Norðlingaholti.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fundi slitið klukkan 17:59
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1401.pdf