No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2022, þriðjudagurinn, 13. desember, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Elvar Örn Þórisson og Hildur Jóna Friðriksdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 24/2022. MSS22120029
Fylgigögn
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögu dags. 13. desember 2022:
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts skorar á skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur að fara að lögum og fari að þeim úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. október 2022, mál nr. 24/2022 og varðar lón við Árbæjarstíflu þ.e. ólögmæti þeirrar framkvæmdar að tæma lónið varanlega. MSS22120073
Frestað.
-
Lagt fram erindi Vina Björnslundar dags. 14. nóvember 2022 með beiðni um uppsetningu á rafmagnskassa í Björnslundi. MSS22110262
Samþykkt að senda erindið til umhverfis- og skipulagssviðs, deildar náttúru og garða, til upplýsingar.Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts tekur undir óskir íbúa um lágmarksaðstöðu til samkomuhalds og sjálfsprottinna félagsauðsviðburða íbúa með skipulagningu á staðsetningu fyrir slíkt í hverfinu. Aðgengi að rafmagni hefur verið helsta hindrun fyrir sjálfsprottnu starfi íbúa á liðnum árum en er algjört grundvallaratriði. Skipuleggja má tvo til þrjá staði, dreifða um hverfið til að gera íbúum viðburðahald auðveldara. Þá væri komin aukinn möguleiki á að halda íbúahátíðir sem á undanförnum árum hefur sannast að eru vel heppnaðar og vilji íbúa stendur til að halda.
Fylgigögn
-
Fram fer fram umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts dags. 13. desember 2022 til Strætó bs. MSS22120072
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040019
a) Mikilvæg mistök/Sirkus Ananas
b) Vinir Björnslundar/Edda María Baldvinsdóttir -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS22040019
Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Jólabíó undur berum himni.
Samþykkt að veita Guðrúnu Ósk Jakobsdóttur styrk að upphæð kr. 310.000,- vegna verkefnisins Heilsuefling fyrir eldri borgara.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Flugeldabingó Fylkis.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts óskar eftir upplýsingum um framkvæmdir í hverfinu. Annars vegar um tímalínu framkvæmda á gönguþverun við Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir í Seláshverfi. Hinsvegar um það hvort fyrir liggi tillögur að nýrri gönguþverun yfir Elliðabraut. Hámarkshraði á Elliðabraut er 50 km/klst. Fjöldi barna í nýbyggingum við Elliðabraut 4-22 þarf að þvera götuna til þess að komast í skóla og tryggja þarf öruggt aðgengi að strætóskýli. MSS22120074
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
Fundi slitið kl. 18.07
Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
Jórunn Pála Jónasdóttir Elvar Örn Þórisson
Hildur Jóna Friðriksdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 13. desember 2022