Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 28

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2022, þriðjudagurinn, 8. nóvember, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Arnór Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson. 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á frístundamiðstöð hverfisins. MSS22090034

  Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts þakkar Atla Steini Árnasyni fyrir kynningu á frístundastarfi í hverfinu í kjölfar sameiningar frístundastarfs í Austurmiðstöð. Starfsemin sem rekin er í starfsstöðvum í hverfinu er til fyrirmyndar. Íbúaráð lýsir áhyggjur af húsnæðisskorti sem blasir við í frístundastarfi í Árbænum. Þar sem ekkert bendir til þess að börnum í hverfinu fækki á næsta áratugnum er mikilvægt að þessi húsnæðisþörf verði leyst með varanlegum hætti.

  Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 um haftengda upplifun og útivist. USK22090017

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf íbúa í hverfinu dags. 26. október 2022 um umferðaröryggi í Ásum. MSS22110001
  Samþykkt að senda erindið til skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til upplýsingar. 

  Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Íbúaráð tekur undir erindið og nauðsyn þess að öryggi gangandi vegfarenda sé tryggt eins og kostur er í þessum götum sem eru þröngar götur með 30 km hámarkshraða. Ráðið óskar eftir því að samgöngustjóri borgarinnar kanni málið sérstaklega og grípi til viðeigandi ráðstafana, s.s. merkinga. Þá óskar íbúaráð jafnframt eftir því að lýsing gangbrautar á Selásbraut sunnan Hraunsáss verði bætt.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um viðurkenningar til skólafólks í Árbæ. 

  Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð fagnar því að leikskólinn Rauðhóll hefur nú bæst í hóp þeirra skóla hverfisins sem hlotið hafa íslensku menntaverðlaunin. Óskar ráðið starfsfólki og nemendum til hamingju. Þá hefur aðstoðarleikskólastjóri Heiðarborgar, Elísabet Ragnarsdóttir hlotið viðurkenningu  sem kennari ársins og er henni óskað til hamingju.  

 5. Fram fer fram umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  -    18.14 víkur Björn Gíslason af fundi. 

 6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. MSS22040019
  Frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18.27

Þorkell Heiðarsson Arnór Heiðarsson

Elvar Örn Þórisson Vera Sveinbjörnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
28. Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 8. nóvember 2022.pdf