Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 27

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2022, þriðjudagurinn, 11. október, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Holtinu og hófst kl. 16.42. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Elvar Örn Þórisson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa  og þriggja til vara í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts. Þorkell Heiðarsson var kosinn formaður íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. MSS22060055

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts. Elvar Örn Þórisson tekur sæti í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts fyrir hönd íbúasamtaka og Ólafur Ragnarsson til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts. Vera Sveinbjörnsdóttir tekur sæti í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts fyrir hönd foreldrafélaga og Gyða Jónsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022 um breytingu á samþykkt fyrir íbúaráð. MSS22080241

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. september 2022 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Járnháls. MSS22030153

    Fylgigögn

  7. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. MSS22090031
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar í Árbæ og Norðlingaholti. MSS22020088

  9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst vegna umferðaröryggisaðgerða 2022. USK22080011

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  12. Fram fer fram umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18.16

Þorkell Heiðarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Jórunn Pála Jónasdóttir Elvar Örn Þórisson

PDF útgáfa fundargerðar
27. Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 11. október 2022.pdf