Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2022, þriðjudagur, 19. maí, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 12.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Kolbrún Baldursdóttir. Fundinn sátu einni Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk.
- 12:08 tekur Ásta Katrín Hannesdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um um færanlegar skólastofur við Árbæjarskóla.
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Árbæjar- og Norðlingaholts telur mikilvægt að útbúa áætlun um með hvaða hætti húsnæðismál frístundastarfs í Árbænum verði leyst til framtíðar. Íbúaráð sem og fyrirrennarar þess hafa oft bent á að aðstaðan til frístundastarfs í Árbænum er ófullnægjandi, en hluti starfsins hefur verið á hrakhólum árum saman. Ljóst er að húsnæði Ársels nægir ekki fyrir þörfina í dag né þá þörf sem er fyrirsjáanleg. Nú er ætlunin að setja niður færanlegt húsnæði við Árbæjarskóla sem skerða mun Árbæjartorg og mögulega starfsemi þar til þess að leysa málið. Íbúaráð hefur skilning á að slíkt sé gert til bráðabirgða en gerir engu að síður kröfu um að farið verði í eðlilega fjárfestingu innan hverfisins, t.d. með stækkun Ársels, til þess að leysa málið til framtíðar. Íbúaráð gerir ennfremur kröfu um að ráðið sem og skólasamfélagið verði upplýst og haft með í ráðum þegar framtíðarlausnar er leitað.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Margrét A. Markúsdóttir/Pop-Up Yoga Reykjavík.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 750.000,- vegna verkefnisins Götubitinn ferðast um hverfin – „Hverfahátíð á hjólum og íbúaráð þiggur boð um samráð við framkvæmd verkefnis.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 142.000,- vegna verkefnisins Sirkussýningin Mikilvæg Mistök.
Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð.
Samþykkt að veita AcroYoga Reykjavík styrk að upphæð kr. 188.000,- vegna verkefnisins AcroYoga Pop-up.
Samþykkt að veita Borgarbókasafninu Árbæ styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Ritsmiðja/sköpunarsmiðja fyrir börn.
Samþykkt að veita Hringleik styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Flipp Festival.
Samþykkt að veita Lauren Charnow styrk að upphæð kr. 370.000,- vegna verkefnisins Clowning Around-Family Circus Day.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Stíflan 2022.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Opnunarhátíð Tónhyls.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Stíflan 2022 - Útitónleikar í Elliðaárdalnum.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:02
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
26._fundargerd_ibuarads_arbaejar_og_nordlingaholts_fra_19._mai_2022.pdf