Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 25

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2022, þriðjudagur, 12. apríl, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Eve Alice Lucienne Leplat. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Trausti Jónsson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði. 

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts dags. 12. apríl 2022 til aðgengis- og samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks um aðgengismál við húsnæði eldri borgara í Hraunbæ. MSS22040141
  Samþykkt. 

  -    16:42 tekur Ásta Katrín Hannesdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um ákvörðun vegna hverfisíþróttafélags á Ártúnshöfða.

  Fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi Samfylkingar Ásta Katrín Hannesdóttir, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Meirihluti íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts mótmælir harðlega ákvörðun borgaryfirvalda að hundsa óskir Fylkis um stækkun á svæði félagsins til norðurs  þ.e. að Ártúnshöfði tilheyri félaginu. Ártúnshöfði tilheyrði Árbæjarhverfi árum saman áður en hverfum var skipt eftir línum stofnbrauta, ennþá er sama póstnúmer í Ártúnshöfða og í Árbæjarhverfi. Nú er komið fjórða félagið á þessu svæði, fyrir eru Fylkir, Fjölnir og Fram. Undarlegri er ákvörðunin í ljósi þess að Elliðavogur klýfur áhrifasvæði/hverfi nýja félagsins þ.e. frá Laugarnestá að Keldum. Eðlilegt hefði verið að setja mörkin við Elliðaárvog og Vogabyggð tilheyrt félaginu. Fylkir hefur margoft með bréfaskriftum til borgaryfirvalda lagt áherslu á vilja að fá Ártúnshöfða undir sitt svæði. Einungis 11.000 íbúar á bak við félagið og því nauðsynlegt að stækka áhrifasvæði þess. 2018 var skipaður stýrihópur af borgaryfirvöldum, þar sátu fulltrúar borgarinnar, Fylkis og ÍBR. Starfshópurinn gerði tillögu að framtíðaruppbyggingu mannvirkja hjá Fylki ásamt hvernig félagið gæti tekið sér ný svæði. Starfshópurinn skilaði skýrslu 2019. Þar kom fram að Fylkir óskaði eftir að þjónusta Höfðahverfi enda eini möguleikinn til stækkunar. Með ólíkindum er samráðsleysið við ákvörðun þessa máls og samráð við íbúaráð á svæðinu sé ekkert. Aðkoma Fylkis var einn fjarfundur. Skorað er á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina og haft verði meira samráð við hlutaðeigandi aðila. 

  -    16:55: víkur Hrönn Vilhjálmsdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 
  -    17:01: tekur Bjarni Lúðvíksson tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 
  -    17:03: víkur Björn Gíslason af fundi.
  -    17:07: tekur Björn Gíslason sæti á fundinum á ný. 

 3. Fram fer umræða um vorhreingerningu – plokkdag í hverfinu. 

 4. Fram fer kynning á hreinsun gatna og gönguleiða í hverfinu.  

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

 6. Fram fer umræða um skort á viðhaldi á körfuboltavöllum í Árbæ. MSS22040142

  Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts fer þess á leit við skrifstofu framkvæmda og viðhalds á umhverfis og – skipulagssviði að gripið verði til ráðstafana til þess að koma körfuboltavelli í Ártúnsholti neðan Seiðakvíslar í nothæft ástand. Það sama á raunar við um völl neðan við leikskólann Heiðarborg í Selás. Mikil vakning hefur orðið í körfubolta að undanförnu í hverfinu og fjöldi iðkenda hjá Fylki hefur margfaldast. Óskir íbúa um að körfur og undirlag valla hverfisins séu í ásættanlegu ástandi eru því eðli málsins samkvæmt háværar. Lagt er til að samráð verði haft við körfuboltadeild Fylkis um útfærslu.

 7. Fram fer umræða um staðsetningu nýrra færanlegra kennslustofa við Ársel og Árbæjarskóla. 
  Samþykkt að fela formanni að afla frekari upplýsinga um stöðu málsins á milli funda. 

 8. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  a) Skátasamband Reykjavíkur/Pop up leikvöllur í Árbæ. 

 9. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð 600.000 fyrir búnaði og gjöfum til þátttakenda vegna verkefnisins Þátttaka barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi Fylkis.

  Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

  Björn Gíslason og Elvar Örn Þórisson víkja af fundinum við afgreiðslu umsóknar Íþróttafélagsins Fylkis. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:38

PDF útgáfa fundargerðar
25._fundargerd_ibuarads_arbaejar_og_nordlingaholts_fra_12._april_2022.pdf