Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 23

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2022, þriðjudagur, 8. febrúar, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Eldstöð að Tjarnargötu 12 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Tónlistarfélagi Árbæjar. 

    Kristján Sturla Bjarnason og Andri Már Magnason tóku sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á undirbúningi og verkhönnun borgargatna í Árbæ. 

    Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um staðsetning verkefna í Hverfið mitt – Árbæ. 

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð hefur skoðað staðsetningu á ærslabelg í Árbæ sem valinn var af íbúum í sl. kosningum Hverfið mitt og kynnt var ráðinu á síðasta fundi þess. Tillaga ráðsins er sú að ærslabelgurinn verði staðsettur ofarlega á svæðinu vestan við Ystabæ, næst undirgöngum, og sem fjærst íbúðarhúsum, telji starfsmenn USK að sú staðsetning sé í samræmi við hugmynd höfundar tillögunnar. Staðsetning þarna mun nýtast íbúum bæði í Árbæ og Ártúnsholti sem er mikill kostur. Loks má nefna að í tillögum stýrihóps um Elliðaárdal voru settar fram hugmyndir um að svæði þetta verði markað sem útivistarsvæði í framtíðinni og teljum við því að ærslabelgur eigi vel heima þarna.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. janúar 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

Fundi slitið klukkan 18:15

PDF útgáfa fundargerðar
23._fundargerd_ibuarads_arbaejar_og_nordlingaholts_fra_8._februar_2022.pdf