Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 22

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2022, þriðjudagur, 11. janúar, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt í Árbæ og Norðlingaholti. Þessi liður fundarins var lokaður. 
     
    Bragi Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  2. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    -     17:31 víkur Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir af fundi.

  3. Greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Frá Á til Æ/Tían
    b) Lifandi tónlist fyrir eldri borgara í Árbæ/Tónlistarfélag Árbæjar
    c) Jólatónleikar/Íbúasamtök Árbæjar, Ártúns og Seláss.
    d) Flugeldasýning/Fylkir 
    e) Íþróttastarf aldraðra í Árbæ/Fylkir
    f) Íþróttastarf aldraðra í Árbæ/Fylkir

Fundi slitið klukkan 18:07

PDF útgáfa fundargerðar
22._fundargerd_ibuarads_arbaejar_og_nordlingaholts_fra_11._januar_2022.pdf