No translated content text
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2021, þriðjudagur, 14. desember, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn þjónustumiðstöð Árbæjar og Norðlingaholts og hófst kl. 16.32. Viðstödd voru Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Hrönn Vilhjálmsdóttir og Elvar Örn Þórisson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á leiðakerfi Strætó og þjónustu Strætó bs. í borgarhlutanum.
Samþykkt að fela formanni að koma ábendingum ráðsins vegna núverandi leiðakerfi á framfæri við Strætó bs.Ragnheiður Einarsdóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 um niðurstöður í Hverfið mitt.
Fylgigögn
-
Bréf umhverfis- og skipulagssviðs 30. nóvember 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krókháls, GR reitur G1.
Fylgigögn
-
Erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Eldri borgarar.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Flugeldasýning Fylkis og hjálparsveitarinnar.
Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Fylki styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Rafíþróttir.
Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Jólakvöldopnun í desember.
Samþykkt að veita Eddu Maríu Baldvinsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Vinir Björnslundar fyrir gróðursetningu trjá með því skilyrði að samráð verði haft við umhverfis- og skipulagssviðs við framkvæmd verkefnisins.Fulltrúi Samfylkingar Þorkell Heiðarsson og fulltrúi Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu styrkumsóknar vegna verkefnisins Flugeldasýning Fylkis og hjálparsveitarinnar.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikið svifryk hefur mælst í loftinu um áramót af völdum flugelda. Mengun frá flugeldum er vandamál. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir. Svifryk frá flugeldum er talið varasamt og heilsuspillandi vegna efna sem eru í því. Bent hefur verið á af ýmsum sérfræðingum að loftmengun af völdum flugelda hefur neikvæð áhrif á þá sem fyrir henni verða, sérstaklega viðkvæma hópa. Svifryk veldur ekki einungis óþægindum heldur skerðir einnig lífsgæði margra. Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu styrkbeiðni Fylkis um styrk vegna flugeldasýningar en hvetur íbúaráðið engu að síður til að styrkja Fylki áfram til margra góðra verkefna
- Fulltrúi Samfylkingar Ásta Katrín Hannesdóttir og fulltrúi íbúasamtaka víkja af fundi við afgreiðslu umsókna í hverfissjóð.
- 18:28 tekur fulltrúi Samfylkingar Ásta Katrín Hannesdóttir sæti á fundinum að nýju.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:29
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1412.pdf