Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2021, þriðjudagur, 9. nóvember, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn þjónustumiðstöð Árbæjar og Norðlingaholts og hófst kl. 16.35. Viðstödd voru Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Eve Alice Lucienne Leplat. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundarheimild: Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á þjónustu við eldri borgara og félagsstarfi þeirra í borgarhlutanum.
Thelma Vestmann tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Götubiti á jólum.
Beiðni Tónlistarfélags Árbæjar um að breyta verkefninu Garðpartý og tónlistarveisla fyrir eldri borgara í Árbæ samþykkt.
Beiðni Tónlistarfélags Árbæjar um að breyta verkefninu Útitónleikar í Elliðaárdalnum – Stíflan 2021 samþykkt.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar – Árbæ og Norðlingaholti. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að mæla með að veita Stefaníu Eiríksdóttur styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Krakka Yoga.
Samþykkt að mæla með að veita Gleðiskrudduni ehf. styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Gleðiskruddan - jákvæð sálfræði og gleðiverkfærin mín.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:28
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_0911.pdf