Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 2

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2019, þriðjudaginn 17. desember, var haldinn 2. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og hófst kl. 11.31. Fundinn sátu Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf um val slembivalins aðalfulltrúa í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts. Aðalfulltrúi slembivalinna í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts er Eve Alice Lucienne Leplat.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins. 

    Samþykkt að vinna áfram að lista, ráðið skipti með sér verkum og kalli eftir tilnefningum í bakhóp hverfisins.

  3. Lagt fram bréf íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts dags. 25. nóvember 2019 til stjórnar Strætó bs. um umsögn um hugmyndir að breyttu leiðakerfi strætó í Árbæ og Norðlingaholti.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt og samþykktum verkefnum í Árbæ og Norðlingaholti. 

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu  dags. 25. ágúst 2019, um að á fundi  mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 22. ágúst, sbr. 12. lið fundargerðar ráðsins,  var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

    Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts gerir ekki athugasemdir við breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.

    Samþykkt að veita Fylki styrk að upphæð kr. 350.000,,- vegna verkefnisins Rafíþróttadeild Fylkis.

    Samþykkt að veita Fylki styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Allir í Fylki.

    Samþykkt að veita Kvenfélagi Árbæjarsóknar styrk að upphæð kr. 305.000- vegna verkefnisins Árpokans. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    -    12:55 Björn Gíslason víkur af fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:05

PDF útgáfa fundargerðar
fg_2._fundar_17.12.pdf