Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts
Ár 2021, þriðjudagur, 14. september, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.32. Viðstaddur var Þorkell Heiðarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir og Trausti Jónsson sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um stjórnkerfis og skipulagsbreytingar á velferðarsviði – sameiningu þjónustumiðstöðvanna í Grafarvogi og Kjalarnesi annars vegar og Árbæjar og Grafarholts hins vegar.
Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiningu yfirstjórna frístundamiðstöðvanna Ársels og Gufunesbæjar.
Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu tillögur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts ódags. vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkur.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. september 2021 vegna kosninga í Hverfið mitt sem fram fara 30. september til 14. október næstkomandi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar en frestur til að skila umsóknum rennur út 30. september næstkomandi.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts fyrir haustið 2021.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Glappakast sirkussýning/Sirkus Ananas
b) Kaffihús í Árseli/Frístundamiðstöðin Ársel
c) Trúðslæti/Lauren Charnow
d) Vinnustofa í blöðrudýragerð/Daníel Sigríðarson
Fundi slitið klukkan 17:44
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1409.pdf