Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 17

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2021, þriðjudagur, 11. maí, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.32. Viðstaddur var Þorkell Heiðarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásta Katrín Hannesdóttir, Elvar Örn Þórisson, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

  2. Fram fer kynning á framkvæmd og fyrirkomulagi alþingiskosninga og kjörstaða í borgarhlutanum. 

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  3. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að ráðið fundi óformlega, ljúki tillögugerð sinni og formaður skili fyrir tilskilinn frest þann 19. maí.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.
    Samþykkt að ráðið geri tilraun til að ná saman um umsögn og formaður skili fyrir tilskilinn frest þann 30. maí.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning. 
    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrugerð. 
    Samþykkt að veita Skátunum í Reykjavík styrk að upphæð kr. 250.000 vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík. 
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 500.000 vegna verkefnisins Pop up leikvöllur. 
    Samþykkt að veita Lauren Charnow styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Trúðslæti – Þátttaka í hringleikahúsi (sirkus)/ Clowning Around- Circus Show and Workshop. 
    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 254.900 vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill. 
    Samþykkt að veita Margrét A. Markúsdóttir styrk að upphæð kr. 180.000 vegna verkefnisins Pop-Up Yoga Reykjavík í Árbæ og Norðlingaholti. 
    Samþykkt að veita Tónlistarfélag Árbæjarstyrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Útitónleikar í Elliðaárdalnum - Stíflan 2021. 
    Samþykkt að veita Grallaragerðin ehf styrk að upphæð kr. 220.000 vegna verkefnisins Útþensluferðir. 
    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ styrk að upphæð kr. 191.900 vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni. 
    Samþykkt að veita Kaffihús í Árseli styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Ársel Frístundamiðstöð. 
    Samþykkt að veita Amanda Tyahur styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Mural. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:09

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_1105.pdf