Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 14

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2021, þriðjudagur, 9. mars, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.32. Viðstödd var Eve Alice Lucienne Leplat. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts. Hrönn Vilhjálmsdóttir situr áfram sem aðalmaður foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning og samtal við ungmennaráð Árbæjar, Grafarholts, Norðlingaholts og Úlfarsárdals.

    Fjóla Ösp Baldursdóttir og Birta Rós Valsdóttir og Bjarni Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. febrúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraunbæ 133.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24 febrúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekknaás.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  11. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Arngrími Fannari Haraldssyni styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Hjóladagur fjölskyldunnar í Norðlingaholti. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:17

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_arbaejar_og_nordlingaholts_0903.pdf