Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 1

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2019, þriðjudaginn 12. nóvember, var haldinn 1. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var opinn og var haldinn í húsnæði Árbæjarskóla og hófst kl. 16.07. Fundinn sátu Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Elvar Örn Þórisson og Hrönn Vilhjálmsdóttir. Fundinn sátu einnig Elísabet Pétursdóttir og Heimir Snær Guðmundsson, sem ritaði fundargerð. Um tíu aðrir gestir sátu fundinn.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 9. lið fundargerðar borgarstjórnar, að Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir og Björn Gíslason taki sæti í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts og að Sverrir Bollason, Helga Guðjónsdóttir og Hjördís Björg Kristinsdóttir taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Þorkell Heiðarsson verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 29. september og foreldrafélaga dags. 23. september 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Elvar Örn Þórisson aðalmaður og varamaður Ólafur Ragnarsson. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Hrönn Vilhjálmsdóttir og varamaður Bjarni Lúðvíksson.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kosning varaformanns og samþykkt að Ásta Katrín Hannesdóttir verði varaformaður ráðsins.

  4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl  2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um hugmyndir að breyttu leiðakerfi Strætó og áhrif þeirra á hverfið.

    Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Fram fer kynning þjónustumiðstöðvar á undirbúningi opins fundar um íbúarölt.

    Ákveðið að íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts, þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Ársel og íbúasamtök Árbæjar, standi að og haldi opinn fund um íbúarölt hverfisins þann 27. nóvember 2019. 

    Trausti Jónsson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins. 

    Ákveðið var að fulltrúar ráðsins skili inn nöfnum hagsmunaaðila til starfsmanns íbúaráða fyrir næsta fund. 

  9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu  dags. 25. ágúst, um að á fundi  mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins,  var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

    Ráðið ákveður að leggja umsögn um úthlutunarreglur fyrir á næsta fundi.

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.

    Samþykkt að veita verkefninu Opnunarhátíð og tónleikar Tónhyls á vegum Tónlistarfélags Árbæjar, styrk að upphæð kr. 700.000. 

    -    Kl. 17.48 víkur Elvar Örn Þórisson af fundinum. 

    Samþykkt að veita verkefninu Jólaskemmtun á vegum íbúasamtaka Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss, styrk að upphæð kr. 350.000. 

    -    Kl. 17.52 Elvar Örn Þórisson tekur sæti á fundinum.

Fundi slitið klukkan 18:04

PDF útgáfa fundargerðar
fg_1._fundar_12.11.pdf