Hverfisráð Vesturbæjar - Fundur nr. 91

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2011, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn 91. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Vesturgarði og hófst kl. 12.08. Viðstaddir voru Gísli Marteinn Baldursson, Sverrir Bollason, Hildur Sverrisdóttir, Reynir Sigurbjörnsson, Sólveig Hauksdóttir og Snærós Sindradóttir. Viðstaddur var einnig Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturgarðs.
Fundargerð ritaði Trausti Jónsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi Vesturgarðs.

Þetta gerðist:


1. Umsögn hverfisráðs Vesturbæjar vegna tillagna um sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri Melaskóla, Björn Pétursson skólastjóri Melaskóla, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir aðstoðarskólastjóriVesturbæjarskóla, Börkur Vígþórsson skólastjóri Grandaskóla, S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla, Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla, Sigríður María Jónsdóttir og Rannveig Óskarsdóttir nemar í tómstunda- og félagsmálafræði taka sæti á fundinum.
Skólastjórar gera grein fyrir húsnæðismálum og spám um mannfjölda á komandi árum.
Umræður.

Rannveig Óskarsdóttir víkur af fundi kl. 12.50.
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir víkur af fundi kl. 13.00.
Sigríður María Jónsdóttir víkur af fundi kl. 13.10.
Helga Jóna Pálmasdóttir, Björn Pétursson, Börkur Vigþórsson, S. Ingibjörg Jósefsdóttir og Sölvi Sveinsson víkja af fundi kl. 13.15.

Umsögn hverfisráðs Vesturbæjar:

Hverfisráð Vesturbæjar hélt góðan fund um skólamál í hverfinu
fimmtudaginn 17. mars 2011, ásamt skólastjórum grunnskólanna í hverfinu.

Fram kom á fundinum að skólastjórnendur í Vesturbænum telja vandamálið leysanlegt innan hverfisins án þess að færa heilan árgang ári fyrr í Hagaskóla. Tekið skal fram að allir treysta Hagaskóla þó vel til að leysa það verkefni. Melaskóli og Grandaskóli þurfa ekki á þessari tilfærslu að halda, miðað við fólksfjöldaspár. Vesturbæjarskóli er hinsvegar of lítill til að taka á móti öllum þeim börnum sem koma í skólann á næstu árum. Fram kom að flutningur 7. bekkjar úr Vesturbæjarskóla í Hagaskóla myndi einungis leysa vanda Vesturbæjarskóla tímabundið.

Ljóst er að ýmsar aðrar leiðir kunna að vera færar til að leysa ofangreind mál, en sú sem lögð er til í skýrslu starfshóps um samrekstur og/eða sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila þótt sú lausn sé ekki útilokuð.

Hverfisráð Vesturbæjar leggur til að skipaður verði vinnuhópur skólastjórnenda leik- og grunnskóla, foreldra, frístundaheimila og hagsmunaaðila í vesturbænum, þar sem verkefnin sem fjölgun barna í hverfinu kalla á, verða leyst í samráði og sátt. Hverfisráðið treystir öflugum starfs- og samráðshópi til þess að leysa viðfangsefnin í hverfinu á besta mögulega máta, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Skólastjórnendur treysta sér til að ljúka málinu á þessu ári, svo nauðsynlegar breytingar geti orðið á skipulagi skóla- og frístundastarfs fyrir veturinn 2012-2013 eins og að er stefnt í skýrslunni. Fulltrúi Hverfisráðsins í Þjónustumiðstöð Vesturbæjarins kalli hópinn saman og leiði samráðið.

Sólveig Hauksdóttir víkur af fundi kl. 13:25.
Sverrir Bollason víkur af fundi kl. 13:35.

2. Hverfispottar 2011.
Guðrún S. Hilmisdóttir frá framkvæmda- og eignasviði tekur sæti á fundinum. Útskýrir forsendurnar fyrir útdeilingu á Hverfapottunum og í hvers konar verkefni fénu sé ætlað að renna til.

Reynir Sigurbjörnsson víkur af fundi kl. 13:45.

Frekari umræðu frestað. Fundin verður nýr fundartími til framhaldsumræðu. Trausta Jónssyni falið að kanna hug meðlima hverfisráðs Vesturbæjar til framhaldsfundar, miðvikudaginn 23. mars kl. 12.30.


Fundi slitið kl. 13.50

Gísli Marteinn Baldursson

Sverrir Bollason Hildur Sverrisdóttir
Reynir Sigurbjörnsson Sólveig Hauksdóttir