Hverfisráð Vesturbæjar - Fundur nr. 83

Hverfisráð Vesturbæjar

Ár 2010, föstudaginn 14. maí, var haldinn 83. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Vesturgarði, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar og hófst kl. 12.05. Viðstaddir voru Vala Ingimarsdóttir, Agnar Bragi Bragason, Ólafur R. Jónsson, og Reynir Sigurbjörnsson í fjarveru Heiðu Bjargar Pálmadóttur. Auk þeirra sat fundinn Ólafur F. Magnsússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar.
Fundarritari var Trausti Jónsson.


Þetta gerðist:


1. Erindi vegna mötuneytismála grunnskólanna í Vesturbæ.
Margrét Gylfadóttir, Sigurveig Káradóttir og Sigurós Pálsdóttir fulltrúar foreldrafélags Vesturbæjarskóla og Ólafur Mathiesen fulltrúi foreldrafélags Melaskóla tóku sæti á fundinum. Fulltrúar foreldrafélagana lýsa áhyggjum af mötuneytismálum grunnskólanna og fara fram á stuðning hverfisráðs við endurskoðun þeirra mála.
Bókun hverfisráðs:
Farið verði fram á að heildræn úttekt verði gerð á gæðum matseðla grunnskóla Reykjavíkurborgar og innihaldslýsingu matseðla með tilliti til markmiða Lýðheilsustofnunar.

2. Vesturbæjarbiskupinn
Trausti Jónsson frístundaráðgjafi kynnir stöðu mála.

3. Útsýnis-og fræðsluskilti.
Hverfisráð Vesturbæjar samþykkir söguskilti um Melavöll.
Bókun hverfisráðs.
Söguskilti/fræðsluskilti um Melavöllinn, starfsemina sem fram fór þar sett upp ásamt myndum, texta á íslensku og ensku nálægt Þjóðarbókhlöðunni . Þetta var mikilvægur þáttur í bæjarlífinu.

4. Lýsing í Vesturbæ.
Bókun hverfisráðs.
Hverfisráð fer þess á leit við við Framkvæmdasvið að ljóskastara verið komið fyrir á eftirtöldum stöðum:Við rólóvöllinn í Buganesi og rólóvöllinn á Hringbraut. Svona lýsing myndi bæta öryggi gangandi vegfarenda í myrkrinu og jafnvel útrýma óæskilegum uppákomum ásvona svæðum.

5. Umhverfisverðlaun Hverfisráðsins sumarið 2010 – Íbúar verði hvattir til að senda tillögur til hverfisráðs í gegnum Vesturbæjarvefinn, vesturbaer.is.

6. Ljósmyndasamkeppni í Vesturbæ í sumar – “Mannlíf í Vesturbæ”.
Þátttaka verði opin til 25 ágúst.

7. Erindi frá KR v/Grýtureits.
Bókun hverfisráðs. KR Keilugrandi 1
Hverfisráð Vesturbæjar tekur heils hugar undir óskir KR-inga um að aðstöðuvandi þeirra verði leystur með því að ganga til samninga um að borgin leysi til sín Keilugranda 1 eða svokallaða Grýtulóð. Það er nærtækasta lausnin þar sem sú lóð stendur næst æfingasvæði KR.
Áheyrnarfulltrúi frjálslyndra Ólafur F. Magnússon óskar bókað.
Ég styð heilshugar fyrirætlanir um að efla íþrótta-æskulýðs- og tómstundastarf í Vesturborginni. Það myndi bæta mannlífið og efla öryggið í Vesturborginni, þó að brýnasta verkefnið í þeim málum sé að koma fyrir 30 km hámarkshraða. Hraðahindrandi belti á Hringbraut frá Hofsvallagötu að Sæmundargötu. Gott og öruggt aðgengi að starfsemi fyrir börn og unglinga er réttlætismál. Forsenda þess er að þar sem tengsl gangandi og akandi umerðar eru ekki mislæg sé hámarkshraðinn ekki yfir 30 km. Hér er um miklu skynsamlegri og nærtækari lausn að ræða en glórulitlar fyrirætlanir um landfyllingar.

7. Erindi frá íbúum Skerjafjarðar. Blómaker í Skerjafjörð. Samþykkt.

8. Styrkbeiðni frá 4. flokki kvk. KR - samþykkt gegn aðstoð við framkvæmd hreinsunardag hverfisráðs 28. maí nk. . 50.000.-

9. Hverfisstætisvagn í Vesturbæ.
Hverfisráð ítrekar bókun hverfisráðs frá í nóvember 2009.

10. Önnur mál.
a. Breyting á deiliskipulagi 30.04.10

Bókun hverfisráðs.
Huga að því hvar bílar geta lagt eftir þessar framkvæmdir og tryggja að þeir fari ekki inn í nærliggjandi íbúahverfi.


Fundi slitið kl. 13.20

Vala Ingimarsdóttir

Agnar Bragi Bragason Reynir Sigurbjörnsson
Ólafur R. Jónsson