Hverfisráð Kjalarness - Fundur nr. 71

Hverfisráð Kjalarness

Ár 2010, fimmtudaginn 3. júní var haldinn 71. fundur hverfisráðs Kjalarness. Fundurinn hófst kl. 12.10 og var haldinn á skrifstofum borgarfulltrúa í Tjarnargötu.. Viðstödd voru Marta Guðjónsdóttir, formaður, Eldey Huld Jónsdóttir og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ásgeir Harðarson, formaður íbúasamtaka Kjalarness, Egill Örn Jóhannesson, F-lista, Margrét Richter, rekstrarstjóri í Miðgarði, og Hera Hallbera Björnsdóttir, frístundaráðgjafi í Miðgarði, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Rætt um útivistartorg á Kjalarnesi.
Bókun hverfisráðs Kjalarness:
Hverfisráð Kjalarness ítrekar að undirbúningi vegna útivistartorgs á Kjalarnesi verði hraðað eins og unnt er, með það að markmiði að taka það í notkun á haustmánuðum 2010. Ráðið bendir á að fjármagn til verksins er tryggt og að ekki skorti áhuga heimamanna í að leggja sitt að mörkum til að hraða megi verkinu.
2. Umhverfis- og fegrunarverðlaun hverfisráðs Kjalarness. Ákveðið að veita árlega viðurkenningu á Kjalarnesdeginum viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn við íbúðarhús, snyrtilegasta bæjarstæðið og snyrtilegasta fyrirtækið. Ásgeir Harðarson, formaður íbúasamtaka Kjalarness sendir nöfn og heimilisföng þeirra sem eiga að fá viðurkenningu árið 2010 til starfsmanna Miðgarðs, sem sjá um að útbúa viðurkenningarskjal. Afhending umhverfis- og fegrunarverðlaunanna fara síðan fram á Kjalarnesdögunum 23.-27. júní næstkomandi.
3. Rætt um Grænt Kjalarnes. Sigríður Pétursdóttir kynnti „Heilsuþorpið á Flúðum“ en Flúðir voru valdir til að prufukeyra umhverfisvottunarkerfi fyrir sjálfbæra umhverfishönnun.
Bókun hverfisráðs Kjalarness:
Hverfisráð Kjalarness leggur til að mótuð verði heildstæð stefna um grænt Kjalarnes þar sem m.a. verði tekið tillit til landbúnaðar og útivistar.
- Sigríður Pétursdóttir fór af fundi kl. 12.45.
4. Marta Guðjónsdóttir, formaður hverfisráðs, þakkaði ráðsmönnum fyrir samstarfið á undanförnum árum.


Fundi slitið kl. 13.00

Marta Guðjónsdóttir

Eldey Huld Jónsdóttir