Hverfisráð Kjalarness - 6. fundur

Hverfisráð Kjalarness

HVERFISRÁÐ KJALARNESS

Ár 2003, mánudaginn 14. apríl, var haldinn 6. fundur Hverfisráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Viðstaddir voru Marsibil Sæmundsdóttir, formaður, Kolbrún H. Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Helen Gray sem sæti á í stjórn Íbúasamtaka Kjalarness og Halldóra Gunnarsdóttir, frá Þróunar- og fjölskyldusviði Reykjavíkurborgar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tillaga að samþykkt um skiptingu Reykjavíkurborgar í þjónustusvæði,
borgarhluta og starfsemi hverfisráða lögð fram til umsagnar.
Hverfisráð gerir ekki athugasemd við starfssvæði Hverfisráðs Kjalarness.
Fulltrúar R-listans óskuðu bókað að þeir styðji framkomna tillögu um afmörkun starfssvæðis Hverfisráðs Kjalarness (hverfi 4.2) enda komu engar athugasemdir fram við mörkin á opnum fundi á Kjalarnesi dags 26. mars s.l.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði bókað; Geldinganes ætti ekki að tilheyra starfssvæði Hverfisráðs Kjalarness enda er sú afstaða í samræmi við álit stjórnar Íbúasamtaka Kjalarness. Jafnframt hefði átt að kynna tillöguna betur fyrir íbúum Kjalarness.
Fulltrúar í hverfisráðinu telja að of mikið sé að fastsetja opna fundi ársfjórðungslega. Lagt er til að í samþykktinni verði tilgreint að hverfisráðin, hvert um sig, haldi opna fundi ekki sjaldnar en einu sinni á ári, en oftar ef þörf er á.
Fulltrúar í hverfisráðinu líta svo á að þegar hafi verið samþykkt nafnabreyting á ráðinu úr Hverfisráði Nesja í Hverfisráð Kjalarness sbr. samþykkt borgarráðs frá 11. mars 2003.
Að öðru leyti styður hverfisráðið tillöguna.

2. Umbótaverkefni sem vinna þarf að samkvæmt ábendingum sem fram komu
á opnum fundi á Kjalarnesi 27. mars sl.
Lagður fram listi yfir helstu ábendingar sem fram komu á opnum fundi á Kjalarnesi 27. mars s.l. ásamt tillögum um aðgerðarbindingu.

3. Önnur mál.
Ákveðið að kjörnir fulltrúar í nefndum, eftir því sem við á hverju sinni, fái afrit af þeim bréfum sem send verða út í kjölfar opins fundar.



Fundi slitið kl. 11:40

Marsibil Sæmundóttir
Kolbrún H. Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir