Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals
.
Árið 2011, mánudaginn 14. mars var haldinn 46. fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Hraunbæ 115 og hófst hann kl.16.00. Viðstaddir voru: Margrét Sverrisdóttir, Óttarr Guðlaugsson, Hermann Valsson, Óskar Örn Guðbrandsson og Olga Olgeirsdóttir ásamt fulltrúa íbúasamtaka Úlfarsárdals Pétri Bjarnasyni. Jafnframt sátu fundinn fulltrúar Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri og Jón Ragnar Jónsson verkefnisstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hverfapottar 2011. Davíð Baldursson frá Framkvæmda- og eignarsviði fór yfir tímaáætlun ,,hverfapotta“ verkefnisins ásamt því að fara yfir lista af verkefnum frá Lýðræðisverkum 2010 og frá 1,2, og Reykjavík verkefninu. Hugmyndir um nýtingu á ,,hverfapotti“ og hugsanleg verkefni rædd. Listi yfir ,,hverfapotta“ framkvæmdir settur saman og ákveðið að senda hann á verkefnisstjóra á Framkvæmda- og eignarsviði til skoðunar og kostnaðargreiningar.
2. Ákveðið að halda aukafund hverfisráðs föstudaginn 18.mars, kl. 16:00
Fundi slitið kl. 17.30
Margrét Sverrisdóttir
Óttarr Guðlaugsson Óskar Guðbrandsson
Olga Olgeirsdóttir Hermann Valsson