Hverfisráð Breiðholts - Fundur nr. 150

Hverfisráð Breiðholts

HVERFISRÁÐ BREIÐHOLTS

Ár 2018, miðvikudaginn 21. mars, var haldinn 150. fundur hverfisráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í G-sal í Gerðubergi og hófst kl. 17:20. Viðstödd voru Guðrún Eiríksdóttir formaður, Elísabet Ólöf Helgadóttir, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, Aðalheiður Frantzdóttir. Einnig sátu fundinn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson áheyrnarfulltrúi, Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri, og Svandís Unnur Sigurðardóttir verkefnastjóri frístunda og félagsauðs sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um vinnufund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem haldinn var með hverfisráðum þann 12. mars sl.

2.    Fram fer umræða um stefnumið og framtíðarsýn hverfisráðs. 

3.    Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Nýlega hélt Breiðholtskirkja uppá 30. ára vígsluafmæli sitt. Kirkjan er með mikið starf með ýmsum hætti og hefur m.a. hlúð að erlendu fólki sem til Íslands kemur. Eitt vekur furðu meðal sóknarbarna kirkjunnar, er það að kirkjuklukkurnar virka ekki og hafa ekki gert í nokkurn tíma. Einnig er leki á þaki og almennt viðhald er þörf á kirkjunni. Getur samstarfsnefnd sú sem borgarráð hefur fulltrúa í, beytt sér fyrir því að kirkjuklukkurnar fari að hljóma á ný?

Fundi slitið kl. 18:40

Guðrún Eiríksdóttir

Elísabet Ólöf Helgadóttir    Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Aðalheiður Frantzdóttir