Hverfisráð Breiðholts - Fundur nr. 125

Hverfisráð Breiðholts

HVERFISRÁÐ BREIÐHOLTS

Árið 2016, þriðjudaginn 17. maí, var haldinn 125. fundur hverfisráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í G-sal í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst kl. 16.20. Viðstödd voru Nichole Leigh Mosty, Aðalheiður Frantzdóttir og Sigþór K. Ágústsson. Einnig voru mætt áheyrnarfulltrúinn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrir Framsókn og flugvallarvini, Victoria Dydula, Tindra Gná Birgisdóttir, Petrína Kristjánsdóttir, Snorri Freyr Vignisson og Elínborg Una Einarsdóttir frá ungmennaráði Breiðholts, Kári Sigurðsson umsjónarmaður ungmennaráðs Breiðholts, Magnús Sigurjón Guðmundsson verkefnastjóri hjá Amnesty International, Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri og Arnar Snæberg Jónsson verkefnisstjóri á Þjónustumiðstöð Breiðholts sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Rætt um ráðstöfunarfé hverfisráðs til starfsemi og styrkja. 

Samþykkt að fresta umræðu og tillögugerð til næsta fundar.

2. Hverfisráð Breiðholts hvetur velferðarráð til að taka reglur um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða, samþykktar af velferðarráði þann 9. desember 2009 og í borgarráði 17. desember 2009, til endurskoðunar og uppfærslu.

3. Kynning frá Magnúsi Sigurjóni Guðmundssyni á fyrirkomulagi ungmenna- og lýðræðisstarfs í Lundi í Svíþjóð. Umræður um málefni ungmenna í Breiðholti og samvinnu hverfisráðs við ungmennaráð Breiðholts. 

Umræðum frestað meðan fundarliðir 4 og 5 voru teknir fyrir.

- Kl. 17:00 víkur Kári Sigurðsson af fundinum. 

4. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir vilja leggja fram fyrirspurn og tillögu til formanns ÍTR með að endurskoða sumaropnun um helgar á sundstöðum í Reykjavík sem loka kl. 18:00. Sundlaug Breiðholts er afar vinsæl í barnmiklu hverfi og þjónar miklum fjölda fólks á öllum aldri. Um helgar er vinsælt að barnafjölskyldur gefi sér tíma og sækja sundlaugina. Mikilvægt er að huga að samtíma fjölskyldunnar, sérstaklega um helgar og að tími foreldra og forráðamanna sé vel nýttur til samveru. Helgarnar eru oft á tíðum vinnutími fjölskyldunnar og sumartíminn er dýrmætur og góðviðrisdagar einnig og því teljum við mikilvægt að athuga þann möguleika að lengja opnun sundstaða til kl. 20:00 - í staðinn fyrir kl. 18:00.

5. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina leggur fram hvatningu um að Hverfisráð Breiðholts kynni sér starfsemi FabLab í Breiðholti og bjóði forsvarsmönnum FabLab á fund Hverfisráðs til að kynna starfsemi sína og að Hverfisráð athugi hvað það getur gert til að efla FabLab í Reykjavík.

Formaður hverfisráðs tekur jákvætt í fyrirspurnina. Fram kom að hverfisráð Breiðholts hefði heimsótt FabLab í október 2014. 

- Kl. 17:18 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.

- Kl. 17:25 víkur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson af fundinum.

6. Umræðum um málefni ungmenna í Breiðholti og samvinnu hverfisráðs við ungmennaráð Breiðholts áframhaldið. Ungmennaráð mun senda formanni hverfisráðs boð á fund við fyrsta tækifæri.

- Kl. 17.42 víkur Magnús Sigurjón Guðmundsson af fundinum.

7. Svar frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 18. apríl 2016, vegna fyrirspurnar um malbikunarframkvæmdir í hverfinu, lagt fram til kynningar.

8. Hverfisráð Breiðholts óskar eftir upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði og embætti byggingarfulltrúa um stöðu mála vegna fasteignarinnar að Vesturbergi 195, en ástand hennar þykir ekki ásættanlegt.

Fundi slitið kl. 18.09.

Nichole Leigh Mosty

Sigþór K. Ágústsson Aðalheiður Frantzdóttir 

Bergþór Heimir Þórðarson