Hverfisráð Breiðholts
Árið 2015, þriðjudaginn 17. febrúar, var haldinn 109. fundur Hverfisráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í G-sal í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst kl. 16.15. Viðstödd voru Nichole Leigh Mosty formaður, Sigmundur Þórir Jónsson, Aðalheiður Frantzdóttir, Unnur Ágústsdóttir og Jórunn Pála Jónsdóttir. Einnig sátu fundinn Rafn Einarsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Helgi Kristófersson áheyrnarfulltrúi Íbúasamtakanna Betra Breiðholts, Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri og Arnar Snæberg Jónsson verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um frístundastarfsemi í hverfinu, Rafræna Reykjavík og möguleika á notkun og tengingu félagakerfisins Nóra. Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Lagt er til við Borgarráð að tilraun verði gerð í Breiðholti með að tengja saman Rafræna Reykjavík og félagakerfið Nóra á þann hátt að notendur geti í einni færslu skráð iðkendur í íþrótta- og frístundastarf, ráðstafað af frístundakorti og greitt mismun. Íþróttafélag Reykjavíkur, Leiknir, Sundfélagið Ægir, Dans Brynju Péturs, Skákfélagið Huginn, Tónskóli Eddu Borg, Tónskóli Sigursveins, Skátafélagið Hafernir og Skátafélagið Segull stæðu til boða að taka þátt í verkefninu sem aðilar sem standa að íþrótta-og frístundastarfi í Breiðholti og aðilar að frístundakortinu. Verkefnið verði tilraunaverkefni í eitt ár í Breiðholti frá 1. ágúst 2015 til 31. júlí 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
2. Rætt um fjölskyldudag sem halda á í Gerðubergi laugardaginn 14. mars. Viðburðurinn tengist innleiðingu á fjölskyldumiðstöð í Breiðholti.
3. Hverfisstjóri segir frá íbúaþingi um umhirðu og umhverfi í Breiðholt sem haldið verður í Gerðubergi miðvikudaginn 18. mars kl. 20:00-21:30. Fulltrúar frá Umhverfis- og skipulagssviði mæta á fundinn.
4. Rætt um eflingu á samstarfi og möguleika á nánari tengingu við ungmennaráð Breiðholts.
5. Rætt um möguleika á að halda hverfishátíð fyrir Breiðholt og mögulegar útfærslur.
6. Lagt fram erindi frá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt dags. 10. febrúar 2015 varðandi trukkastæði við Seljabraut og reykingabann í strætóskýlum. Umræðu frestað.
Fundi slitið kl. 18.05
Nichole Leigh Mosty
Unnur Ágústsdóttir Jórunn Pála Jónsdóttir
Sigmundur Þórir Jónsson Aðalheiður Frantzdóttir