Hverfisráð Árbæjar - 6. fundur

Hverfisráð Árbæjar

Ár 2003, fimmtudagur 27. mars, var haldinn 6. fundur hverfisráðs Árbæjar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:15. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Geirmundsson. Jafnframt sat fundinn Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, frá Þróunar- og fjölskyldusviði sem ritaði fundargerð og Jóhannes Guðlaugsson frá Árseli. Anna Torfadóttir borgarbókavörður mætti á fundinn undir lið 1.


Þetta gerðist:

1. Bókasafn í Árbæ.
Rætt var um húsnæði fyrir bóksafn í Árbæ og lagðir fram til kynningar þeir valkostir sem standa til boða.


2. Forvarnarmál í Árbæ.
Rætt var um forvarnarmál í Árbæ og þá möguleika að hverfisráðið geti verið einhvers konar samráðsvettvangur í þeim málaflokki.


3. Skipulagsdagur í Árbæ.
Gögn um skipulagsdaginn þann 29. mars 2003 lögð fram til kynningar fyrir fulltrúa hverfisráðsins.



Fundi slitið kl. 9:00

Dagur B. Eggertsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir Rúnar Geirmundsson