Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 99

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, mánudaginn 22. febrúar kl. 10:35 var haldinn 99. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Sveinn Hjörtur Guðfinsson, Björn Birgir Þorláksson, Ólafur Jónsson og Jódís Bjarnadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Guðmundur B. Friðriksson og Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram breytingartillaga Ólafs Jónssonar, fulltrúa Samtaka Atvinnulífins á 5. gr. í endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. Breytt ákvæði hljómi svo: 

„Íbúum og lögaðilum er skylt að flokka og endurnota eða endurnýta eins og kostur er. 

Íbúum er óheimilt að setja eftirfarandi úrgangsflokka í ílát og poka fyrir blandaðan úrgang.  Úrganginn skal setja í ílát söfnunaraðila sem sérstaklega eru ætluð fyrir viðkomandi úrgangsflokka eða skila til söfnunar- eða móttökuaðila sem hefur leyfi til móttöku á viðkomandi úrgangsflokki:

• Spilliefni, lyf eða annan hættulegan úrgang

• Timbur, brotamálm, múrbrot og annan grófan úrgang

• Garðaúrgang, jarðefni og grjót

• Pappír og pappa s.s. dagblöð og tímarit, auglýsingapóst, prent- og ljósritunarpappír, fernur, eggjabakka og aðrar pakkningar utan af matvælum og öðrum varningi hvort sem er úr sléttum pappa eða bylgjupappa s.s. morgunkornspakka, pítsukassa og pappakassa

• Skilagjaldsskyldar drykkjarvöruumbúðir úr áli, plasti, gleri og stáli“

Tillagan er felld með þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Jódísar Bjarnadóttur og fulltrúa Vinstri Grænna René Biasone. Fulltrúa Samtaka Atvinnulífsins Ólafs Jónssaonar greiddi atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson situr hjá við afgreiðsluna.

2. Lögð fram á ný endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík ásamt greinargerð dags. 19. febrúar 2016.

Endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík er samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Jódísar Bjarnadóttur og fulltrúa Vinstri Grænna René Biasone. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins Ólafs Jónssaonar greiddi atkvæði gegn samþykktinni. Fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson situr hjá við afgreiðsluna.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar Diljá Ámundadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar Jódís Bjarnadóttir og fulltrúi Vinstri Grænna René Biasone bókuðu:

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna Heilbrigðisnefndar í Reykjavík samþykkja endurskoðaða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. Meirihlutinn samþykkir að senda samþykktina áfram til Borgarstjórnar. Fulltrúar leggja til að skrifstofustjóri Umhverfisgæða útfæri ramma og vinnureglur er varða hirðu til leiðbeiningar fyrir starfsfólk sorphirðu borgarinnar.

Bryndís Skúladóttir og Björg Ásta Þóraðrdóttir tóku sæti á fundinum.

Vísað til borgarstjórnar.

Fleira gerðist ekki

Fundi slitið kl. 11.51

Diljá Ámundadóttir

Björn Birgir Þorláksson René Biasone

Ólafur Jónsson Jódís Bjarnadóttir

 

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 22.2.2016 - prentvæn útgáfa