Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2016, mánudaginn 15. febrúar kl. 14:15 var haldinn 98. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Björn Birgir Þorláksson, Ólafur Jónsson og Jódís Bjarnadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2016 og umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 3. febrúar 2016 um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (losun frá iðnaði o.fl.).
Kjartan Ingvarsson og Sigurborg Sæmundsdóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri, tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagðar fram niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum 2015.
Ingibjörn Guðjónsson og Gunnar Kristinsson kynntu.
3. Lögð fram endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Ákveðið að boða til aukafundar um málið 22. febrúar 2016.
4. Niðurstöður vöktunar á strandsjó við Reykjavík 2015.
Frestað.
5. Fundadagskrá heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Samþykkt að hafa fundartíma nefndarinnar annan þriðjudag í mánuði kl. 14:30 til 16:30.
6. Lagður fram listi dags. 15. febrúar 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur nr. 1103-1109.
7. Lagður fram listi dags. 15. febrár 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 16:45
Diljá Ámundadóttir
Björn Birgir Þorláksson René Biasone
Áslaug Friðriksdóttir Jódís Bjarnadóttir
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 15.2.2016 - prentvæn útgáfa