Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 97

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, mánudaginn 18. janúar kl. 14:15 var haldinn 97. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14.  Fundinn sátu Kristín Soffia Jónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Áslaug Friðriksdóttir og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Tilkynnt um ráðningu í stöðu heilbrigðisfulltrúa; Harpa Lind Björnsdóttir.

2. Lagt fram bréf Skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. janúar 2016 um breytingu áheyrnarfulltrúa í heilbrigðisnefnd; Sveinn Hjörtur Guðfinnsson tekur sæti Ólafs Hjálmarssonar.

3. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 103/2013 varðandi kæru á ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um að synja um undanþágu til að safna lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum í Reykjavík.

4. Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (losun frá iðnaði o.fl.) dags. 23. desember 2015.

Árný Sigurðardóttir kynnti frumvarpsdrögin. 

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur farið yfir drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 15. janúar 2015.  Heilbrigðisnefndin felur Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vinna umsögn um einstaka greinar frumvarpsins.  Hins vegar vill heilbrigðisnefnd taka fram að erfitt er að gera umsögn um þær breytingar sem boðaðar eru og hafa áhrif á valdsvið og störf nefndarinnar þar sem þeir þættir eru óskýrir og að hluta óunnir.  Skýra þarf áhrif breytinganna og kostnað við þær bæði hvað varðar íbúa sveitarfélagsins, umhverfið og atvinnulífið. Að því sögðu óskar nefndin eftir því að fá fulltrúa úr ráðuneytinu til að kynna frumvarpsdrögin/breytingatillögur og eiga samtal við nefndar- og embættismenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

- Kl. 15.10 vék Örn Sigurðsson af fundi og Óskar Í. Sigurðsson tók við fundarritun.

5. Lögð fram umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 9. desember 2015 um hávaða vegna  þéttingu byggðar. Rósa Magnúsdóttir kynnti umsögnina.

6. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Heiðmerkur í landi Garðabæjar sbr. bréf dags. 11. desember 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. janúar 2016. Árný Sigurðardóttir kynnti tillöguna og umsögnina.

7. Lögð fram fundargerð 113. fundar Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

8. Lögð fram ályktun samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. desember 2015 og minnisblað dags. 18. desember 2015 vegna aðgengisstýringar á umferð um Heiðmerkurveg í Heiðmörk. Árný Sigurðardóttir kynnti.

9. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Lögð fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Stjörnueggs hf. um fyrirhugaða áminningu dags. 31. desember 2015 og um áminningu dags. 14. janúar 2016. Rósa Magnúsdóttir kynnti.

10. Niðurstöður vöktunar á loftgæðum í Reykjavík áramótin 2015/2016.  

Kynning. Kristín L. Ólafsdóttir kynnti.

11. Niðurstöður vöktunar á strandsjó við Reykjavík 2015. 

Kynning. Frestað.

12. Lögð fram ársskýrsla Meindýravarna Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015.

13. Lagður fram listi dags. 18. janúar 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur nr. 1098-1103.

14. Lagður fram listi dags. 18. janúar 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi lokið kl. 16.05

Kristín Soffia Jónsdóttir

Diljá Ámundadóttir Björn Birgir Þorláksson

René Biasone Sveinn Hjörtur Guðfinnsson 

Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 18.1.2016 - prentvæn útgáfa