Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 96

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 8. desember 2015 kl. 14:16 var haldinn 96. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Áslaug Friðriksdóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Gréta Björg Egilsdóttir og Jódís Bjarnadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson og Kristín Lóa Ólafsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson hdl.

Þetta gerðist:

1. Tilkynnt um ráðningu í stöðu heilbrigðisfulltrúa; Helgi Guðjónsson.

2. Lagt fyrir 9. mánaðaruppgjör 2015 hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Guðmundur B. Friðriksson kynnti. 

Ólafur Jónsson tekur sæti á fundinum kl. 14:22.

3. Lagt fram til kynningar bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 27. nóvember 2015 þar sem tilkynnt er um samþykkt Innanríkisráðuneytisins um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 auk samþykktarinnar nr. 1052/2015. Með samþykktinni bætast átta viðaukar um fullnaðarafgreiðslur nefnda, ráða eða stjórna innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 

4. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 23. október 2015 ásamt reglugerðardrögum dags. 23. nóvember 2015 um breytingu á reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma. Jafnframt lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2015. Kynnt.

5. Lögð fram deiliskipulag Þríhnúka og nágrennis í Kópavogi, Lýsing deiliskipulagsverkefnis og matslýsing, tillaga dags. september 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. september 2015. Kynnt.

6. Lögð fram fundargerð frá 112. fundi framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfðuborgarsvæðinu. Kynnt.  

7. Lögð fram umsagnarbeiðni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um dekkjakurl á skólasvæðum ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2015.

Árný Sigurðardóttir kynnti.

Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallavina bókaði: 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur áherslu á að börnin fái að njóta vafans í þessu máli og að fjárhagslegir hagsmunir verði lagðir til hliðar. Framsókn og flugvallarvinir fagna því að stofnuð verði nefnd á vegum Umhverfisstofnunar strax í janúar til að efnagreina gúmmíkurl og til að skoða hvort nauðsynlegt sé að setja sérstakar reglur varðandi notkun slíkra efna á leik- og íþróttavelli eins og nýverið kom fram i máli umhverfisráðherra.

Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bókaði: 

Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að álit eftirlitsins sé enn það sama og síðan 2010 þar sem mælt er með að svart gúmmíkurl sé ekki notað á íþróttavelli og að börn eigi að njota vafans þó að rannsóknum sé ábótavant. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í borgarstjórn að sérstök fjárveiting yrði lögð í það verkefni árið 2016 að fjarlægja kurl úr úrgangsdekkjum og koma viðurkenndu gæðagrasi sem stæðist ýtrustu kröfur fyrir í staðinn. Sú tillaga var felld af meirihlutanum í Reykjavík og ljóst að börnin fá því ekki að njóta vafans.

8. Lagður fram listi dags. 8. desember 2015 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur nr. 1091-1097.

9. Lagður fram listi dags. 8. desember 2015 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.20

Diljá Ámundadóttir

Jódís Bjarnadóttir Ólafur Jónsson

Áslaug Friðriksdóttir René Biasone

Björn Birgir Þorláksson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.12.2015 - prentvæn útgáfa